Sjúkraþjálfari við Sjúkrahúsið á Akureyri

Við leitum að sjúkraþjálfara í okkar góða hóp á Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Um er að ræða 50-100% ótímabundna stöðu við bráðadeildir og er staðan laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Kjörið tækifæri fyrir reynslubolta sem og nýútskrifaða til að dýpka þekkingu og verða hluti af öflugri liðsheild.

Starfið er fjölbreytt og býður upp á frábær tækifæri til að afla sér faglegrar og sérhæfðrar þekkingar. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða aðlögun undir handleiðslu reyndra sjúkraþjálfara.

Um er að ræða dagvinnu og einstaka vakt um helgar ef reynsla er fyrir hendi, sem greitt er aukalega fyrir. Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er nú 36 klst. á viku vegna styttingu vinnuviku, við það bætist einstaka vakt um helgar við bráðadeildir sjúkrahússins. 

Frábært tækifæri í fjölbreyttu og lærdómsríku starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfnikröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag sjúkraþjálfara hafa gert.

Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Sjúkrahússins á Akureyri við ráðningar í störf á sjúkrahúsinu. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað.

Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi þar sem áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

Samkvæmt mannauðsstefnu Sjúkrahússins á Akureyri er lögð áhersla á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga. Við val á starfsfólki er menntun, reynsla, færni og hæfni höfð að leiðarljósi. Mannauðsstefnan er leiðarljós stjórnenda og starfsfólks sem gerir sjúkrahúsið framsækinn og eftirsóknarverðan vinnustað, en hún byggir á grunngildum sjúkrahússins sem eru: ÖRYGGI, SAMVINNA og FRAMSÆKNI.

Starfshlutfall er 50 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 30.04.2024

Nánari upplýsingar veitir

Ragnhildur Jónsdóttir - ragnhildur@sak.is - 463-0100
Kristjana Kristjánsdóttir - kristjanak@sak.is - 463-0100


FSA Sjúkraþjálfun
Eyrarlandsvegi
600 Akureyri


Sækja um starf Til baka