Hjúkrunarfræðingur í heimahlynningu á almennri göngudeild

Leitum að hjúkrunarfræðingi í teymi heimahlynningar

Leitum að öflugum hjúkrunarfræðingi til þess að bæta við teymið okkar í heimahlynningu sem hefur áhuga á sérhæfðri líknar og lífslokameðferð í heimahúsi. Ef áhugi er á að sinna öðrum verkefnum innan almennu göngudeildarinnar, er í boði að deila starfshlutfalli milli heimahlynningar og dagdeildar. Teymi heimahlynningar samanstendur af sex reynslumiklum hjúkrunarfræðingum, verkefnastjóra hjúkrunar, krabbameinslæknum og lyflækni.   

Unnið er á dagvöktum virka daga og vaktir um helgar og á almennum frídögum eru frá kl. 09:00-13:00, þess utan eru skipulagðar bakvaktir. 

Í heimahlynningu er veitt sérhæfð líknar og lífslokameðferð og unnið er á grundvelli þverfaglegrar teymisvinnu. Mikil samvinna er við annað starfsfólk á deildinni en heimahlynning er eining innan almennu göngudeildarinnar. Mjög öflugur og samstilltur starfshópur vinnur á deildinni og er starfið fjölbreytt og gefandi og mikil tækifæri fyrir hjúkrunarfæðinga að sérhæfa sig í starfi. Boðið er upp á góða handleiðslu. 

Næsti yfirmaður er Þórdís Rósa Sigurðardóttir, verkefnastjóri heimahlynningar/aðstoðar forstöðuhjúkrunarfræðingur á almennri göngudeild.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfnikröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Sjúkrahúsið veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. 

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum.

Starfshlutfall er 80 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 12.12.2022

Nánari upplýsingar veitir

Inga Margrét Skúladóttir - inga@sak.is - 463-0100
Erla Björnsdóttir - erlab@sak.is - 463-0100


FSA Almenn göngudeild
v/Eyrarlandsveg
603 Akureyri


Sækja um starf Til baka