Hjúkrunarfræðingur á SAk

Við erum alltaf til í að bæta við okkur öflugum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í boði eru áhugaverð störf með góðu samstarfsfólki þar sem unnið er á þrískiptum vöktum samkvæmt vaktaskipulagi. Boðið er upp á góða einstaklingsbundna aðlögun og handleiðslu.

Sjúkrahúsið á Akureyri er spennandi, krefjandi og lifandi vinnustaður þar sem mikil tækifæri eru til að öðlast víðtæka þekkingu og færni og miklir möguleikar til framþróunar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfnikröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. 

Sjúkrahúsið veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum stöðlum sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI

Starfshlutfall er 60 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2022

Nánari upplýsingar veitir

Erla Björnsdóttir - erlab@sak.is - 463-0100
Kristjana Kristjánsdóttir - kristjanak@sak.is - 463-0100


FSA Skrifstofa forstjóra
Eyrarlandsvegi
600 Akureyri


Sækja um starf Til baka