Afleysing í vetur 2022-2023 - Læknar/læknanemar

Ekki er verið að auglýsa ákveðið starf en læknum og læknanemum gefst hér kostur á að senda inn umsókn fyrir vetur 2022 - 2023. Starfshlutfallið er 50-100%, einnig er hægt að semja um lægra starfshlutfall.

Umsækjendum verður ekki svarað sérstaklega en haft verður samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefni og ábyrgð í starfi eru í samræmi við það hversu langt umsækjandi er kominn í námi.

Hæfnikröfur

Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k fjórum árum í læknisfræði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is. Umsóknum skulu fylgja ýtarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum og starfsleyfi. 

Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður.

Sjúkrahúsið veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum stöðlum sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

Starfshlutfall er 50 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 15.02.2023

Nánari upplýsingar veitir

Laufey Hrólfsdóttir - laufeyh@sak.is - 4630100
Hugrún Hjörleifsdóttir - hugrun@sak.is - 4630100


FSA Unglæknar.
Eyrarlandsvegur
600 Akureyri


Sækja um starf Til baka