Við erum alltaf til í að bæta við okkur öflugu og frábæru fólki á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hér getur þú lagt inn umsókn um tímabundið afleysingarstarf.
Á Sjúkrahúsinu á Akureyri leggjum við áherslu á að veita markvissa og einstaklingshæfða aðlögun með reyndum sjúkraliðum. Umsóknum hér verður ekki svarað sérstaklega en ráðningaraðilar munu hafa samband við umsækjendur eftir því sem tilefni er til.
ATH: Allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og sækja þarf um auglýst störf sérstaklega. Við hvetjum þig til að fylgjast vel með auglýstum störfum!
Ef einhverjar spurningar endilega sendið tölvupóst á Kristjönu Kristjánsdóttur mannauðráðgjafa á netfangið kristjanakr@sak.is
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um nám og starfsferil ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Við ráðningar á sjúkrahúsið er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður.
Upphafsdagur starfa sem og starfshlutfall er samkomulag.
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Það er annað tveggja sérgreina-sjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi. Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.
Starfshlutfall er 20 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 29.12.2023
Erla Björnsdóttir - erlab@sak.is - 463-0100
Kristjana Kristjánsdóttir - kristjanak@sak.is - 463-0100
FSA Sjúkrahúsið á Akureyri (08358)
Eyrarlandsvegi
600 Akureyri