Staða yfirlæknis í blóðsjúkdómum og krabbameinslækningum við Sjúkrahúsið á Akureyri, SAk

Laus er til umsóknar staða yfirlæknis í blóðsjúkdómum og krabbameinslækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Um er að ræða 100% starf sem veitist frá 01.12.2020 eða eftir nánara samkomulagi.
Næsti yfirmaður er Guðjón Kristjánsson, forstöðulæknir lyflækninga.
Sjúkrahúsið á Akureyri er kennslusjúkrahús sem veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu.
Áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir.

Helstu verkefni og ábyrgð

Yfirlæknir ber faglega ábyrgð innan síns sérsviðs. Í starfinu felst dagvinna og fagleg forysta tengd sjúklingahópi viðkomandi sérgreinar og undirsérgreinar, skv. nánari fyrirmælum og skipulagi forstöðulæknis einingarinnar.
Yfirlæknisstöðunni fylgir einnig stjórnunarleg ábyrgð innan viðkomandi sérsviðs skv. nánari fyrirmælum frá forstöðulækni.
Lækninum er skylt að viðhalda kunnáttu sinni með reglulegri endurmenntun og ber að nýta þá möguleika til endurmenntunar sem kjarasamningar fela í sér
Starfinu fylgir vaktskylda innan einingarinnar, þátttaka í kennslu nema og heilbrigðisstétta, þjálfun aðstoðar- og deildarlækna, þátttaka í gæðastarfi, þátttaka í teymisvinnu tengt viðkomandi sérgrein, auk tækifæra til rannsóknarvinnu.
Forstöðulæknir getur falið viðkomandi yfirlækni starfsbundna þætti í samræmi við ákvörðun framkvæmdastjórnar um áherslur í starfi stofnunarinnar.

Hæfnikröfur

Umsækjandi skal hafa íslenskt lækningaleyfi, fullgild réttindi í blóðsjúkdómum og krabbameinslækningum ásamt lyflækningum. Viðkomandi þarf að hafa góða þjálfun og þekkingu til að geta sinnt legudeild lyflækninga og geta tekið vaktir. Reynsla af stjórnun æskileg.
Við ráðningu verður lögð áhersla á faglega þekkingu og frumkvæði í vinnubrögðum.
Auk þess er krafist framúrskarandi hæfni á svið samskipta, samvinnu og miðlun upplýsinga.
Æskilegt er að umsækjandi hafi frumkvæði og metnað til að ná langt í starfi og hafi leiðtogahæfni til að hvetja aðra til árangurs.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af stjórnunarstörfum ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsóknir og ritstörf, auk kennslustarfa eftir því sem við á.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu á þeim ásamt innsendum gögnum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins. Sjúkrahúsið á Akureyri er reyklaus vinnustaður.
Gildi Sjúkrahússins á Akureyri eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI
Umsókn um læknisstöðu - umsóknareyðublað Embættis landlæknis
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir alþjóðlega DNV-GL vottaða heilbrigðisþjónustu með ISO vottuðu gæðastjórnunarkerfi.
Áhersla er á virka þátttöku allra starfsmanna til að uppfylla þær gæðakröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum staðli sem sjúkrahúsið er vottað eftir.

Umsókn um læknisstöðu - umsóknareyðublað Embættis landlæknis

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 21.09.2020

Nánari upplýsingar veitir

Guðjón Kristjánsson - gudjon@sak.is - 4630100


FSA Lyflækningar
Eyrarlandsvegi
600 Akureyri


Sækja um starf Til baka