Starfsmaður óskast til starfa á legudeild á Patreksfirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði óskar að ráða starfsmann í 70-100% starf.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða almenn störf á legudeild. Hér getur verið gott tækifæri fyrir sjúkraliða sem langar að breyta um umhverfi sem og þá sem ekki hafa lokið sjúkraliðanámi. Þetta er kjörin staða fyrir þá sem vilja öðlast fjölbreytta reynslu í hvetjandi starfsumhverfi. 

Á deildinni starfar öflugur hópur u.þ.b. 20 starfsmanna og er þar góður starfsandi sem einkennist af samheldni, vináttu, metnaði og gleði.

 

Hæfnikröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa rúmlega 250 manns og veitir stofnunin almenna heilbrigðisþjónustu á þremur sviðum; hjúkrunarsviði, heilsugæslusviði og sjúkrasviði, með sjúkrahús á Ísafirði og Patreksfirði.

Starfshlutfall er 70 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 12.09.2022

Nánari upplýsingar veitir

Lilja Sigurðardóttir, Deildarstjóri - liljasi@hvest.is - 865 0461


HVEST Legudeild Patreksfirði
Stekkum 1
450 Patreksfjörður


Sækja um starf Til baka