Verkefnastjóri ræstingar á Patreksfirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til starfa við ræstingar á Patreksfirði.

Starfshlutfall er 80% eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastjóri ræstingar stýrir starfsemi í ræstingum og ber ábyrgð á framkvæmd og skipulagi í samráði við rekstrarstjóra. Verkefnastjóri hefur einnig yfirumsjón með sótthreinsun og leysir af í móttöku. 

Hæfnikröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. Æskilegt væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. 

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er metnaðarfullur vinnustaður þar sem um 250 manns starfa á fjórum megin starfsstöðvum. Þar af eru rúmlega 40 starfsmenn á Patreksfirði á heilsugæslu, legudeild, endurhæfingu og rekstrardeild. Á stofnuninni er unnið markvisst að góðum starfsanda og lögð er áhersla á traust og jákvæðni í samskiptum. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 70 - 80 %
Umsóknarfrestur er til og með 01.02.2022

Nánari upplýsingar veitir

Gunnþórunn Bender - gunnthorunn@hvest.is - 450-2000


HVEST Heilsugæsla Suðursv.
Stekkum 1
450 Patreksfjörður


Sækja um starf Til baka