Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun á Ísafirði

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í heimahjúkrun. Um tímabundið starf er að ræða og gert ráð fyrir að ráðning verði frá 1. mars. 2022 til 30. ágúst 2023. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun veita hjúkrun í heimahúsum vegna langvinnra sjúkdóma, andlegrar og líkamlegrar skerðingar. Hjúkrunarfræðingur styður við einstaklinga og aðstandendur þeirra ásamt því að skipuleggja og veita þá hjúkrun sem þörf er á hverju sinni.

Hæfnikröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun og staðfest afrit af opinberu starfsleyfi. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. 

Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun íbúðarhúsnæðis. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning hefur verið ákveðin. Umsókn getur gilt í allt að 6 mánuði.

Starfshlutfall er 80 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 10.02.2022

Nánari upplýsingar veitir

Heiða Björk Ólafsdóttir - heidabjork@hvest.is - 450 4500


HVEST Heilsugæsla Heimahjúkrun
Torfnesi
400 Ísafjörður


Sækja um starf Til baka