Viltu vera á skrá hjá Skógræktinni?

Viltu vera á skrá hjá Skógræktinni? Fylltu út umsókn og við höfum samband ef opnast möguleikar á starfi. Sömuleiðis hvetjum við þig til að fylgjast vel með heimasíðu Skógræktarinnar en þar eru öll laus störf hjá stofnuninni auglýst. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfnikröfur

Hæfniskröfur eru mismunandi eftir störfum en við viljum gjarnan að okkar starfsfólki búi yfir þessari hæfni:

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Upphafsdagur starfa sem og starfshlutfall er samkomulag. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá. 

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Skógræktarinnar við ráðningar.

Skógræktin vinnur að uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi, vernd og friðun skóga og eflir hagrænan, umhverfislegan og samfélagslegan ávinning af sjálfbærri nýtingu skóga. Markmið Skógræktarinnar er að stofnunin sé eftir­sótt­ur vinnustaður fyrir starfsfólk með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Þá sé starfsmönnum búin góð vinnu­aðstaða, greiður aðgangur að upplýsingum og fjöl­breytt­ir möguleikar á símenntun sem stuðli að starfsþróun og verðmætasköpun innan Skógrækt­ar­inn­ar og skógræktargeirans alls. Skógræktin hefur hlotið jafnlaunavottun, innleitt styttingu vinnuvikunnar og græn skref í ríkisrekstri.

Starfshlutfall er 50 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 30.12.2022

Nánari upplýsingar veitir

Björg Björnsdóttir, Mannauðsstjóri - bjorg@skogur.is


SR Rekstrarsvið
Miðvangur 2-4
700 Egilsstaðir


Sækja um starf Til baka