Sérfræðingur í heimilislækningum

Auglýst er eftir sérfræðingi í heimilislækningum í 100% starfshlutfall, eða eftir nánara samkomulagi í Heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Austurlands með aðalstarfsstöð á Egilsstöðum. Staðan er laus 1.janúar 2023. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Almenn læknisstörf, heilsuvernd og vaktþjónusta. Kennsla starfsfólks og nema. Teymisvinna, þátttaka í gæða- og umbótaverkefnum.

Hæfnikröfur

Íslenskt lækningaleyfi og sérfræðileyfi í heimilislækningum. Sjálfstæði í starfi, faglegur metnaður, teymis- og árangursmiðuð viðhorf. Reynsla af og vilji til þverfaglegrar samvinnu (teymisvinnu). Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki, jákvæðni og sveigjanleiki. Íslenskukunnátta er æskileg. Ökuleyfi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Umsóknum um auglýst störf skal skilað rafrænt til HSA . Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar. Tóbaksnotkun er ekki heimil á vinnutíma innan HSA. 
HSA starfar á þremur fagsviðum; heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði en alls eru starfsstöðvarnar þrettán talsins. Áhersla er lögð á samvinnu þvert á byggðarlög. Stofnunin þjónar rúmlega 11.000 íbúum frá Djúpavogi til Bakkafjarðar, auk ferðamanna sem sækja Austurland heim. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 13.02.2023

Nánari upplýsingar veitir

Pétur Heimisson - petur.heimisson@hsa.is
Fanney Vigfúsdóttir - fanney.vigfusdottir@hsa.is


HSA Egilsst. Heilsugæsla
Lagarás 17
700 Egilsstaðir


Sækja um starf Til baka