Ráðsmaður Egilsstöðum

Heilbrigðisstofnun Austurlands auglýsir stöðu ráðsmanns á Egilsstöðum lausa til umsóknar. Um er að ræða 100% starf og veitist staðan frá 1. janúar 2020.

Helstu verkefni og ábyrgð

Ráðsmaður sinnir viðhaldi á eignum og tækjum HSA á Egilsstöðum og annars staðar í stofnuninni eftir þörfum. Jafnframt sinnir hann öðrum verkum sem til falla í daglegum rekstri HSA.

Hæfnikröfur

Iðnmenntun er æskileg. Viðkomandi þarf að vera laghentur, samviskusamur, geta unnið sjálfstætt, haft frumkvæði í störfum og haft góða samskiptahæfni. Almenn ökuréttindi eru skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt til HSA með því að fylla út umsóknarform á vefsíðu stofnunarinnar; www.hsa.is, undir flipanum Laus störf.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSA við ráðningar.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 02.09.2019

Nánari upplýsingar veitir

Þórarna Gró Friðjónsdóttir - thorarna@hsa.is - 849 1455
Kjartan Ólafur Einarsson - kjartan@hsa.is - 892 3090


HSA Tæknideild
Lagarás 22
700 Egilsstaðir


Sækja um starf Til baka