Geðhjúkrunarfræðingur - Geðheilsuteymi taugaþroksaraskana

Hefur þú áhuga á að veitir þjónusta sem er heildræn og notendamiðuð með áherslu á samþætta nálgun. Teymið hefur að leiðarljósi að skoða alla þætti sem hafa áhrif á andlega heilsu.

Í boði er að vinna í frábæru þverfaglegu teymi með fjölbreytta námsmöguleika, innleiðingu í starf undir handleiðslu mentors og handleiðslu hjá geðhjúkrunarfræðingi.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir geðhjúkrunarfræðingi til starfa  í nýtt þverfaglegt  Geðheilsuteymi taugaþroskaraskana. Teymið er í stöðugri þróun, því gefst mikið tækifæri til að þróa faglega sérþekkingu innan geðhjúkrunar. 

Teymið sinnir einstaklingum, 18 ára og eldri með þroskahömlun og klínískan geðrænan vanda og /eða krefjandi hegðun. Skjólstæðingar teymisins hafa oft á tíðum annan fjölbreytilegan taugaþroska og sjúkdóma s.s. einhverfu. Áhersla er lögð á þverfaglegt starf og unnið er þvert á stofnanir heilbrigðis og velferðarþjónustu á landsvísu.

Ef þú hefur áhuga á vinna í fjölbreytilegri samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir, þá er þetta spennandi tækifæri.

Um er að ræða 50-100 % ótímabundið starf og ráðið er í starfið frá 1. ágúst eða eftir nánara samkomulagið.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfnikröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. 

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 50 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 13.05.2024

Nánari upplýsingar veitir

Bjargey Una Hinriksdóttir - bjargey.una.hinriksdottir@heilsugaeslan.is


HH Geðheilsuteymi HH Taugaþroskaraskanir
Vegmúla 3
108 Reykjavík


Sækja um starf Til baka