Málastjóri - Geðheilsuteymi HH vestur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) leitar að einstaklingi í starf málastjóra við Geðheilsuteymi HH vestur sem er þverfaglegt meðferðarteymi. Teymið er til húsa að Skúlagötu 21. Um er að ræða 80-100% tímabundið starf til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní eða eftir nánara samkomulagi.

Við Geðheilsuteymi HH vestur starfa reynslumiklir hjúkrunarfræðingar, geðlæknar, sálfræðingar, notendafulltrúi, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur og skrifstofustjóri þar sem unnið er í þéttri og góðri samvinnu að málum þjónustuþega í jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Áhersla er lögð á að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og handleiðslu. Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.

Boðið verður upp á 3 mánaða innleiðingu í starf með mentor og áhersla lögð á að veita einstaklingsmiðaðan stuðning og handleiðslu.

Ef þú hefur áhuga á vinna í fjölbreytilegri samfélagsgeðþjónustu og í öflugri teymisvinnu, þar sem góður starfsandi ríkir, þá er þetta spennandi tækifæri.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfnikröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.  Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir hreinu sakavottorði.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði. 

Starfshlutfall er 80 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 08.05.2024

Nánari upplýsingar veitir

Hrönn Harðardóttir - Hronn.hardardottir@heilsugaeslan.is - 513-6360


HH Geðheilsuteymi vestur
Skúlagata 21
101 Reykjavík


Sækja um starf Til baka