Sjúkraliði - Heilsugæslan Fjörður

Heilsugæslan Fjörður auglýsir eftir sjúkraliða í fjölbreytt og gefandi starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi, en starfið er 50 - 80% og ótímabundið.

Á heilsugæslustöðinni starfa sérhæft og metnaðarfullt starfsfólk í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði fær að njóta sín. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu.

Heilsugæslan Fjörður býður upp á fjölskylduvænt vinnufyrirkomulag og gott starfsumhverfi. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfnikröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar.  Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu ásamt hreinu sakavottorði. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Álfabakka 16, 109 Reykjavík. 

Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 50 - 80 %
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2024

Nánari upplýsingar veitir

Guðrún Gunnarsdóttir - gudrun.gunnarsdottir@heilsugaeslan.is
Thelma Björk Árnadóttir - thelma.b.arnadottir@heilsugaeslan.is


HH Firði hjúkrun
Fjarðargötu 13 - 15
220 Hafnarfjörður


Sækja um starf Til baka