Teymisstjóri - Heimahjúkrun HH

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir hjúkrunarfræðingi í ótímabundið starf teymisstjóra í heimahjúkrun.  Um er að ræða 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Heimahjúkrun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sinnir heimahjúkrun í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði og er með aðsetur í nýju og glæsilegu húsnæði að Miðhrauni 4 í Garðabæ. Hlutverk heimahjúkrunar er að veita einstaklingsmiðaða hjúkrun sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins þar sem forvarnir, heilsuvernd, heilsuefling, fagleg þekking og samstarf eru höfð að leiðarljósi. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Megin starfssvið er stýring teymis sem veitir víðtæka hjúkrun í heimahúsum vegna andlegrar og líkamlegrar skerðingar eða vegna langvinnra sjúkdóma. Teymisstjóri ber ábyrgð á gerð þjónustuplans teymisins og ber samábyrgð með öðrum teymum á heildarþjónustu heimahjúkrunar. Teymisstjóri styður við einstaklinga og aðstandendur þeirra sem og samstarfsfólk. Hann skipuleggur og sér um verkstjórn og framkvæmd þeirrar hjúkrunar sem þörf er á hverju sinni hjá skjólstæðingahópi teymisins. Hann tryggir góð samskipti og samvinnu við aðrar sjúkrastofnanir og heilbrigðisstéttir með hagsmuni skjólstæðings að leiðarljósi. Náið samstarf er við móttökuteymi varðandi umfang innskrifta.

Hæfnikröfur

Fríðindi í starfi:

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.  Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 29.04.2024

Nánari upplýsingar veitir

Hildur Sigurjónsdóttir - hildur.sigurjonsdottir@heilsugaeslan.is - 513-6900


HH Heimahjúkrun á Suðursvæði, hjúkrun
Miðhraun 4
210 Garðabær


Sækja um starf Til baka