Verkefnastjóri

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir 100% stöðu verkefnastjóra. Um er að ræða nýtt starf sem heyrir undir verkefnateymi HSU, starfið er tímabundið til eins árs. 

Helsta hlutverk verkefnastjóra snýr að því að kortleggja áskoranir og finna lausnir á samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í Árborg í tengslum við verkefnið Gott að eldast. Ásamt því að finna leiðir til að bæta aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um alhliða þjónustu fyrir eldra fólk.  

Verkefnastjóri mun einnig hafa umsjón með atvikaskráningum og umbótum þeim tengdum ásamt því að hvetja til jákvæðrar atvikaskráningarmenningar ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.  

Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir heilsugæslu-, sjúkrahúss- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri. 

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. 

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfnikröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Viska - stéttarfélag hafa gert.

Með umsókn skal fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum, umsögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSU við ráðningar á stofnunina. 

Starfið veitist frá 1.október 2024 eða eftir samkomulagi. 

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 13.08.2024

Nánari upplýsingar veitir

Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir - freyja.f.sigurjonsdottir@hsu.is


HSU Skrifstofan
Árvegi
800 Selfoss


Sækja um starf Til baka