Hjúkrunarheimilið Móberg óskar eftir starfsmanni í félags- og virknistarf

Heilbrigðisstofnun Suðurland óskar eftir að ráða starfsmann í félags- og virknistarf á hjúkrunarheimili Móberg á Selfossi. 

Um er að ræða dagvinnu sem felur í sér að taka þátt í og skipuleggja starf með heimilisfólki þar sem markmiðið er að auka virkni og samveru í hvetjandi umhverfi. Um er að ræða nýtt og fjölbreytt starf á Móbergi sem gefur starfsmanninum tækifæri til að móta og þróa.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir heilsugæslu-, sjúkrahúss- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.

Helstu verkefni og ábyrgð

Víðtækt starf með heimilisfólki s.s. hvers konar virkni eftir áhugasviði hvers og eins. Hópavinna eins og til dæmis upplestur, handavinna o.fl., aðstoð á matmálstímum, gönguferðir og útivist með heimilisfólki.

Hæfnikröfur

Lífsgleði, faglegur metnaður og áhugi á að vinna með öldruðum
Lipurð í samskiptum 
Hugmyndaauðgi og sveigjanleiki 
Sjálfstæði í starfi 
Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Báran, stéttarfélag hafa gert.

Um er að ræða 70% starf þar sem að unnið á milli kl.10 og 15 alla virka daga. 

Upphafsdagur starfs er 1.september eða eftir samkomulagi. 

Starfshlutfall er 70 %
Umsóknarfrestur er til og með 09.08.2024

Nánari upplýsingar veitir

Ásta Tryggvadóttir - asta.tryggvadottir@hsu.is
Margrét Andersdóttir - margret.andersdottir@hsu.is


HSU Móberg Hjúkrun
Árvegi
800 Selfoss


Sækja um starf Til baka