Ræstingarstarf á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hraunbúðir í Vestmannaeyjum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar af starfsmanni til að starfa við ræstingar á Dvalar - og hjúkrunarheimilið Hraunbúðir í Vestmannaeyjum. 

Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir heilsugæslu-, sjúkrahúss- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.

Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Almennar ræstingar hjúkrunardeildar auk ræstingu á býtibúri

Hæfnikröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Drífandi, stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall er 60 % og er upphafsdagur samkomulag

Unnið er í vaktavinnu á dagvinnutíma.

Starfshlutfall er 60 %
Umsóknarfrestur er til og með 12.08.2024

Nánari upplýsingar veitir

Una Sigríður Ásmundsdóttir - una.s.asmundsdottir@hsu.is


HSU Hraunbúðir Ve. Hjúkrun
Dalhrauni 3
900 Vestmannaeyjar


Sækja um starf Til baka