Málastjóri í Geðheilsuteymi HSU

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir málastjóra í Geðheilsuteymi HSU. Um er að ræða 70% ótímabundið starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 15. ágúst n.k. eða eftir nánara samkomulagi. 

Geðheilsuteymi HSU samanstendur af reynslumiklum einstaklingum þar sem áhersla er lögð á fagmennsku í þverfaglegri teymisvinnu. Fagaðilar starfa eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notanda. 

Hlutverk málastjóra er að halda utan um þjónustu við þjónustuþega teymisins. Málastjórar veita áhugahvetjandi samtalsmeðferð, hópmeðferð, setja upp meðferðaráætlun, veita utanumhald meðferðar, gera endurmat og sjá um útskrift. Málastjórar hafa yfirlit yfir þarfir þjónustunotandans varðandi stuðning og sértæka vinnu teymisins

Góður starfsandi ríkir í teyminu og áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu, innan teymis sem utan ásamt nýsköpun sem veitir tækifæri til þróunar í faglegu starfi. 

Helstu verkefni og ábyrgð

Hæfnikröfur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félagsráðgjafafélag Íslands hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. HSU áskilur sér rétt til þess að óska eftir hreinu sakavottorði.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Heilbrigðisstofnun Suðurlands við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

 

Starfshlutfall er 70 %
Umsóknarfrestur er til og með 19.06.2023

Nánari upplýsingar veitir

Svanhildur Inga Ólafsdóttir, Teymisstjóri geðheilsuteymis HSU - svanhildur.i.olafsdottir@hsu.is


HSU Geðheilsuteymi
Árvegi
800 Selfoss


Sækja um starf Til baka