Deildarstjóri óskast til starfa á stórglæsilegt nýtt hjúkrunarheimili á HSU Selfossi

Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar að kraftmiklum leiðtoga í stöðu deildarstjóra Móbergs sem er nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi. Um er að ræða spennandi starf þar sem nýjum deildarstjóra gefst tækifæri á að móta starf heimilisins frá grunni. 

Á Móbergi búa 60 einstaklingar á 5 heimilum.  Allt starfsfólk heimilisins veitir umönnun eftir Eden hugmyndafræðinni sem leggur áherslu á heimilislegt andrúmsloft og virðingu fyrir hverjum einstaklingi og sjálfræði hans

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Fagleg forysta um hjúkrun og þjónusta við skjólstæðinga heimilisins

Yfirsýn og mótun skipulags fyrir heimilið

Deildarstjóri gerir áætlanir um starfsemi á heimilinu með öðrum stjórnendum og skipuleggur starf hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annarra starfsmanna sem undir hann heyra.  

Deildarstjóri tekur þátt í kennslu og þjálfun nemenda og starfsmanna stofnunarinnar og vinnur að framþróun rannsókna, fræðistarfa og gæðamála.

Þátttaka í klínísku starfi

Teymisvinna

Náið samstarf með deildarstjórum Foss- og Ljósheima og Hraunbúða, öldrunardeilda HSU

Önnur störf er starfinu tilheyra

Hæfnikröfur

Jákvætt viðhorf og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum auk leiðtogahæfileika

Brennandi áhugi á þróun þjónustu við skjólstæðinga heilsugæslunnar

Farsæl stjórnunarreynsla

Umsækjendur skulu hafa lokið hjúkrunarmenntun frá viðurkenndri menntastofnun og hafa starfsleyfi Landlæknisembættisins.

Önnur menntun og reynsla æskileg

Hæfni í tjáningu í ræðu og riti

Frumkvæði, áreiðanleiki, drifkraftur, þrautsegja og árangursmiðað viðhorf 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Umsókn skal skilað rafrænt á vef HSU - www.hsu.is undir flipanum lausar stöður.  Umsókn þarf að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun og fyrri störf, ásamt afriti af starfsleyfi. 

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 09.02.2023

Nánari upplýsingar veitir

Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir - baldvina.y.hafsteinsdottir@hsu.is - 4322000


HSU Hjúkrun 2 hæð Ljósheimar
Árvegi
800 Selfoss


Sækja um starf Til baka