Sjúkraliðar eða sjúkraliðanemar óskast til sumarafleysinga á heilsugæsluna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum

Sjúkraliði óskast til afleysinga á heilsugæslu HSU Vestmannaeyjum. Þar er unnið á tvískiptum vöktum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja fá skemmtilega tilbreytingu, góða reynslu og vinnu í góðum félagsskap. Að auki býður sumardvöl í Eyjum upp á góð tækifæri til útivistar og fjölbreytta afþreyingu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Umönnun skjólstæðinga deildarinnar 

Vinna við heimahjúkrun.

Hæfnikröfur

Sjúkraliðapróf eða staðfestingu á stöðu náms 

Góð hæfni í mannlegum samskiptum 

Sjálfstæð vinnubrögð, áreiðanleiki og jákvætt viðhorf

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.

Umsókninni þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, starfsleyfi og fyrri störf. 

Starfshlutfall er eftir samkomulagi við hjúkrunarstjóra

Starfshlutfall er 50 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 25.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Guðný Bogadóttir - gudny.bogadottir@hsu.is - 4322500


HSU Ve Hjúkrun heilsugæslu
Sólhlíð 10
900 Vestmannaeyjar


Sækja um starf Til baka