Hefur þú áhuga á metnaðarfullu krefjandi starfi við hjúkrun á landsbyggðinni ?

Hjúkrunarfræðingur óskast til sumarafleysinga á Hraunbúðum hjúkrunarheimili HSU í Vestmannaeyjum. 

Starfshlutfall er eftir nánara samkomulagi við deildarstjóra. Tilvalið starf fyrir metnaðarfullan hjúkrunarfræðing sem er tilbúinn til að vera í Vestmannaeyjum tímabundið eða koma reglubundið til eyjarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða hjúkrun aldraðra sem er í senn krefjandi og gefandi starf. 

Á Hraunbúðum starfar samhentur skemmtilegir og metnaðarfullir starfsmenn. 

Unnið er á tvískiptum vöktum og ýmist aðra hverja helgi. 

Til greina kemur að ráða einstakling sem er tilbúinn til að koma til Vestmannaeyja 5 daga í senn fjórðu hverja helgi.

 Á deildinni er lagt upp úr góðri þverfaglegri samvinnu þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldu þeirra er höfð að leiðarljósi. 

 

Hæfnikröfur

Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun Starfsleyfi landlæknis Fjölbreytt starfsreynsla æskileg Frumkvæði, áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Sótt er um starfið rafrænt á heimasíðu HSU, veffang:www.hsu.is undir flipanum laus störf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 50 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 17.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Una Sigríður Ásmundsdóttir - una.asmundsdottir@hsu.is - 4322650
Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir - baldvina.hafsteinsdottir@hsu.is - 4322000


HSU Hraunbúðir Ve. Hjúkrun
Dalhrauni 3
900 Vestmannaeyjar


Sækja um starf Til baka