Sérnámsstaða í heimilislækningum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir lausa til umsóknar sérnámsstöðu í heimilislækningum við heilsugæsluna í Hveragerði.

Um er að ræða 100% starf eða samkvæmt samkomulagi. Næsti yfirmaður er yfirlæknir heilsugæslu við starfsstöðina.

Aðalstarfsstöð verður heilsugæslan í Hveragerði en einnig er samvinna við heilsugæsluna í Ölfusi.

Námið byggt á marklýsingu fyrir sérnám í heimilislækningum en einnig er gert er ráð fyrir samstarfi við kennslustjóra sérnáms í heimilislækningum varðandi fræðilegt nám sem fer fram í reglulegu hópstarfi í Reykjavík.

Til greina kemur að taka hluta af náminu erlendis í samráði við kennslustjóra

Helstu verkefni og ábyrgð

Almennar heilsugæslulækningar og heilsuvernd

Fræðsla til skjólstæðinga og aðstandenda

Vaktþjónusta

Þátttaka í verkefnum innan starfsstöðvar

Hæfnikröfur

Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði

Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

Hæfni í tjáningu í ræðu og riti

Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Starf veitist frá 1. september 2019 eða samkvæmt nánara samkomulagi

Reiknað er með að staðan sé til þriggja ára

Umsókn skal skilað rafrænt á vef HSU - www.hsu.is undir flipanum lausar stöður.

Umsókninni þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, starfsleyfi, fyrri störf.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 10.05.2019

Nánari upplýsingar veitir

Ómar Ragnarsson - omar.ragnarsson@hsu.is - 432-2401
Sigurður Hjörtur Kristjánsson - hjortur.kristjansson@hsu.is - 432-2500


HSU Hveragerði lækningar
Breiðumörk 25b
810 Hveragerði


Sækja um starf Til baka