Hjúkrunarfræðingar / 3ja árs hjúkrunarnemar óskast í sumarafleysingar á Heilsugæslustöð Selfoss

Óskað er eftir hjúkrunarfræðingum/ 3ja árs hjúkrunarnemum í sumarafleysingar á heilsugæslustöðina á Selfossi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Á heilsugæslustöðinni er veitt öll almenn heilsugæsluþjónusta að meðtalinni heimahjúkrun.
Unnið er í teymisvinnu þar sem hjúkrunarfræðingar eru í framlínunni í samskiptum við skjólstæðinga stöðvarinnar. Hjúkrunarfræðingar meta, forgangsraða og veita meðferð þegar við á.
Mikið er lagt upp úr góðri samvinnu allra starfshópa þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra er höfð að leiðarljósi.

Hæfnikröfur

Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun.
Starfsleyfi landlæknis.
Staðfesting frá skóla um námsframvindu.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, áreiðanleiki og sjálfstæð vinnubrögð.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Sækja skal um stöðuna á www.hsu.is undir lausar stöður.



Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 04.03.2019

Nánari upplýsingar veitir

Unnur Þormóðsdóttir - unnur@hsu.is - 432-2000


HSU Hjúkrun HgS
Árvegi
800 Selfoss


Sækja um starf Til baka