Vilt þú taka þátt í eflingu í bráðaþjónustu í þinni heimabyggð ?

Heilbrigðisstofnun Suðurlands leitar að liðsauka í sjúkraflutninga á starfssvæði stofnunarinnar í Rangárþingi, í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri.

Grunnþjálfun til starfsleyfis í sjúkraflutningum í boði af hálfu HSU.

Einstakt tækifæri fyrir aðila sem hafa áhuga á að afla sér menntunar og/eða starfa við krefjandi verkefni í heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.

Helstu verkefni og ábyrgð

Í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri er bakvaktaskylda. Bakvaktir eru skipulagðar allan sólarhringinn, á hvorum stað fyrir sig.

Í Rangárþingi er nú um að ræða bakvaktir frá kl. 19-07. Þar verða auglýstar stöður fyrir haustið 2019.

Bakvaktir eru skipulagðar af varðstjóra í viðkomandi umdæmi.

Hæfnikröfur

Starfsleyfi landlæknis í sjúkraflutningum, kostur.

Grunnmenntun EMT-Basic, kostur.

Neyðarflutningsnám, kostur

Meirapróf.

Framúrskarandi hæfni í samskiptum.

Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.


Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa gert.
Starf veitist samkvæmt nánara samkomulagi.

Umsókn skal skilað rafrænt á vef HSU - www.hsu.is undir flipanum laus störf

Umsókninni þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, starfsleyfi og fyrri störf. Umsókninni þarf einnig að fylgja hreint sakarvottorð.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.

Starfshlutfall er 1 %
Umsóknarfrestur er til og með 28.02.2019

Nánari upplýsingar veitir

Cecilie B. H. Björgvinsdóttir - cecilie.bjorgvinsdottir@hsu.is - 432-2002


HSU Sjúkraflutningar
Árvegi
800 Selfoss


Sækja um starf Til baka