Hjúkrunarfræðingur óskast á bráðamóttöku á Selfossi.

Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á bráðamóttöku á Selfossi til eins árs. Starfshlutfall er samkomulagsatriði.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um er að ræða hjúkrun á bráðamóttöku HSU þar sem öll bráðatilvik koma inn. Sjúklingar tilheyra öllum aldurshópum og koma hvenær sem er sólarhringsins, sem gerir bráðamóttökuna að spennandi vinnustað með mikið af lærdómstækifærum.

Um er að ræða fjölbreytt starf með skemmtilegu og metnaðarfullu starfsfólki.

Mikið er lagt upp úr góðri samvinnu allra starfshópa þar sem fagmennska, umhyggja og virðing fyrir skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra er höfð að leiðarljósi.

Hæfnikröfur

Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun
Starfsleyfi landlæknis
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði, áreiðanleiki og jákvætt viðhorf

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Unnið er tólf tíma vöktum fjórðu hverja helgi.
Umsókn skal skilað rafrænt á vef HSU - www.hsu.is undir flipanum lausar stöður.

Umsókninni þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun, starfsleyfi og fyrri störf.

Starfshlutfall er 70 %
Umsóknarfrestur er til og með 07.01.2019

Nánari upplýsingar veitir

Birna Gestsdóttir - birna.gestsdottir@hsu.is - 432-2115
Anna María Snorradóttir - anna.maria.snorradottir@hsu.is -


HSU Bráða- og slysadeild
Árvegi
800 Selfoss


Sækja um starf Til baka