Afleysing móttökuritara óskast í Vestmannaeyjum

Laust er til umsóknar 50% afleysingastarf móttökuritara við Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum í eitt ár. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra first eða eftir nánara samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

Móttaka, afgreiðsla og samskipti við skjólstæðinga.
Símsvörun, ýmiss konar umsýsla og skráning gagna auk samskipta við aðrar deildir HSU.

Hæfnikröfur

Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskilegt.
Starfið krefst hæfni og lipurðar í samskiptum, trúmennsku og nákvæmni í vinnubrögðum.
Viðkomandi þarf að hafa góð tök á vinnu við tölvur.
Viðkomandi þarf að hafa got vald á íslensku máli og þarf að geta átt tjáskipti á ensku.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar hafa gert.
Um er að ræða dagvinnu.

Sækja skal um stöðuna á www.hsu.is undir lausar störf.

Náms- og starfsferilskrá fylgi umsókn.

Starfshlutfall er 50 %
Umsóknarfrestur er til og með 16.10.2018

Nánari upplýsingar veitir

Björn Steinar Pálmason - bjorn.steinar.palmason@hsu.is - 432-2000


HSU Ve Móttaka - læknaritun
Sólhlíð 10
900 Vestmannaeyjar


Sækja um starf Til baka