Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir hjúkrunarstjóra við heilsugæslustöðina í Laugarási

Heilbrigðisstofnun Suðurlands auglýsir eftir hjúkrunarstjóra við heilsugæslustöðina í Laugarási. Um er að ræða 100% stöðu sem er laus frá 1. nóvember 2018.

Heilsugæslustöðin í Laugarási veitir alla almenna heilsugæsluþjónustu og þjónar um 3000 íbúum í uppsveitum Árnessýslu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hjúkrunarstjóri hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi þ.e. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Hann skipuleggur og sinnir allri hjúkrunarþjónustu stöðvarinnar. Hjúkrunarstjóri og yfirlæknir stýra rekstri stöðvarinnar í umboði framkvæmdastjórnar HSU.

Hæfnikröfur

Hjúkrunarnám frá viðurkenndri menntastofnun
Starfsleyfi Landlæknis
Starfsreynsla í heilsugæsluhjúkrun æskileg
Framhaldsmenntun og reynsla af stjórnun í hjúkrun

Auk þess er gerð krafa um sjálfstæð vinnubrögð, mikla samskiptahæfileika, frumkvæði og árangursmiðuð viðhorf.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 05.11.2018

Nánari upplýsingar veitir

Anna María Snorradóttir - anna.maria.snorradottir@hsu.is - 432-2007


HSU Laugarási hjúkrun
Laugarási
806 Selfoss


Sækja um starf Til baka