Þjónustustjóri - Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er í umsjón Umhverfisstofnunar en stofnunin hefur umsjón með yfir hundrað náttúruverndarsvæðum auk þjóðgarðsins. Þjónustustjóri mun starfa í teymi náttúruverndar þar sem er áhersla á þverfaglega teymisvinnu og víðtæka samvinnu innri og ytri aðila. 

Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið eftir vottuðum gæðakerfum. Umhverfisstofnun er með 36 stunda vinnuviku til reynslu. Við búum yfir mikilli sérfræðiþekkingu og höfum tækifæri til að þróast í starfi og ástunda endurmenntun. Starfsmannafélagið er öflugt og við fylgjum að sjálfsögðu metnaðarfullri umhverfisstefnu sem hjálpar okkur að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.

Umhverfisstofnun leitar að öflugum einstaklingi til að hafa umsjón með þjónustu við gesti þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Starfssvið þjónustustjóra er fjölbreytt, meðal annars umsjón og rekstur gestastofa, gerð og miðlun fræðsluefnis og móttaka gesta. Þjónustustjóri verður þátttakandi í þróun og stefnumótun þjóðgarðsins þ.á.m. uppbyggingu nýrrar þjóðgarðsmiðstöðvar. 

Starfsaðstaða þjónustustjóra verður á Hellissandi í nýrri þjóðgarðsmiðstöð og í gestastofunni á Malarrifi. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Umsjón með og ábyrgð á þjónustu við gesti þjóðgarðsins
Vaktstjórn þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi og gestastofu á Malarrifi
Umsjón með rekstri húsnæða og sölu varnings
Móttaka gesta og viðburðastjórnun
Gerð og miðlun fræðsluefnis 
Umsjón með vefsvæði og samfélagsmiðlum þjóðgarðsins 
Þróun og nýsköpun í þjónustu og öryggismálum í þjóðgarðinum

Hæfnikröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Brennandi áhugi og /eða þekking á umhverfismálum og náttúruvernd
Reynsla eða þekking á fræðslu-, kynningar- og/eða markaðsmálum
Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
Góð tölvukunnátta

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. Æskilegt er að þjónustustjórinn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. 

Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun og starfsemina í Þjóðgarðinum Snæfellsjökull á umhverfisstofnun.is.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 30.05.2022

Nánari upplýsingar veitir

Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri - inga.dora.hrolfsdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000
Þóra Margrét Pálsdóttir Briem, mannauðsstjóri - thoram@ust.is - 5912000


Ust Svið náttúruverndar Teymi þjóðgarðs og náttúruverndar suður
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík


Sækja um starf Til baka