Móttaka og skjalasafn - sumarstarf

Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi. Við störfum í teymum, vítt og breitt um landið eftir vottuðum gæðakerfum. Vinnuvikan er 36 stundir. Starfsmannafélagið er öflugt og við fylgjum að sjálfsögðu metnaðarfullri umhverfisstefnu sem hjálpar okkur að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum.

Hjá Umhverfisstofnun er laust til umsóknar sumarstarf við afleysingar í móttöku á starfsstöð stofnunarinnar í Reykjavík og við frágang í skjalasafni stofnunarinnar. Ráðið verður í starfið frá júní til ágúst.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

Frágangur skjalasafns í samræmi við reglur Þjóðskjalasafns
Móttaka og símsvörun
Þjónusta við starfsfólk og gesti

Hæfnikröfur

Menntun sem nýtist í starfi
Þekking og/eða reynsla af skjalamálum er kostur
Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
Góð samstarfshæfni og sveigjanleiki í samskiptum
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir við ráðningu. 
Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. 
Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á umhverfisstofnun.is

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 23.05.2022

Nánari upplýsingar veitir

Björgvin Valdimarsson, sviðsstjóri - bjorgvin.valdimarsson@umhverfisstofnun.is - 5912000
Þóra Margrét Pálsdóttir Briem, mannauðsstjóri - thoram@ust.is - 5912000


Ust Teymi rekstrar og fjármála
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík


Sækja um starf Til baka