Heilsárslandvarsla Austurlandi

Umhverfisstofnun óskar eftir að ráða heilsárslandvörð á Austurland. Starfssvæðið nær frá Lóni í suðri og að Álfaborg við Borgarfjörð eystri, með áherslu á Helgustaðanámu og Hólmanes. Skipulag vinnu verður unnið í samráði við sérfræðing svæðisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felur í sér umsjón og eftirlit með starfssvæðum og að gæta þess að ákvæðum náttúruverndarlaga og sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæða sé fylgt. Landvörður kemur á framfæri upplýsingum og fræðir gesti um náttúru og sögu svæðanna, sinnir viðhaldi innviða og heldur við merktum gönguleiðum. Hann þarf að vera viðbúinn ef slys ber að höndum og er gerð krafa um að sá eða sú sem verður ráðin(n) til starfa sæki skyndihjálparnámskeið eða hafi gild skyndihjálparréttindi. Þá tekur landvörður þátt í samstarfi við sveitarfélög á svæðinu varðandi rekstur og umhirðu svæðanna, vinnur með sjálfboðaliðum í náttúruvernd og tekur á móti hópum í umhverfisfræðslu.

Hæfnikröfur

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið námskeiði í landvörslu eða lokið öðru námi sem Umhverfisstofnun telur samsvarandi auk þess að búa yfir lipurð í mannlegum samskiptum.
Að öðru leyti verða eftirfarandi viðmið um þekkingu, reynslu og hæfni höfð að leiðarljósi við val á starfsfólki:
- Þekking á starfssvæði
- Reynsla af landvörslustörfum
- Tungumálakunnátta: Íslenska, enska, Norðurlandamál, önnur tungumál.
- Gild ökuréttindi
- Aðrir þættir s.s.: Reynsla af útivist og náttúrutúlkun, skálavarsla, björgunarsveitarstörf og leiðsöguréttindi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og AFL Starfsgreinafélag hafa gert.
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi frá 1. janúar 2020. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Gagnkvæmur reynslutími er sex mánuðir frá ráðningu.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 02.12.2019

Nánari upplýsingar veitir

Arna Hjörleifsdóttir - arna.hjorleifsdottir@umhverfisstofnun.is - 5912000
Davíð Örvar Hansson - david.hansson@umhverfisstofnun.is - 5912000


Ust Svið náttúru, hafs og vatns Teymi náttúruverndar norður
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík


Sækja um starf Til baka