Tímabundið starf í Gunnarsholti

Tímabundið starf í Gunnarsholti

Landgræðslan óskar eftir að ráða starfsmann í tímabundið starf við girðingar, fræverkun og störf er tengjast fasteignum og staðarumhverfi. Starfsstöð er í höfuðstöðvum Landgræðslunnar í Gunnarsholti og starfssvæðið er Suðurland allt.

Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 155/2018.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Vinna við viðhald og endurnýjun girðinga Landgræðslunnar á Suðurlandi
- Vinna í fræverksmiðju við meðhöndlun landgræðslufræs
- Vinna við viðhald fasteigna og staðarumhverfis

Hæfnikröfur

- Gilt ökuskírteini
- Vinnuvélaréttindi til notkunar dráttarvéla og lyftara (I og J)
- Skipulagshæfni, sjálfstæði, sveigjanleiki og góð samstarfshæfni.
- Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri
- Þekking og reynsla af landgræðslustarfi er kostur
- Þekking og reynsla af vinnu við girðingar er kostur
- Þekking og reynsla af vinnu við landbúnað er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Ráðningartímabil verður frá mars til september 2020 eða eftir nánara samkomulagi. Megin starfssvæðið er Suðurland og starfinu geta fylgt talsverð ferðalög. Starfið hentar bæði konum og körlum. Umsókn skal fylla út og senda rafrænt á vef Starfatorgs eða á land.is. Ferilskrá og staðfesting á menntun skal fylgja. Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Land.is

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 24.03.2020

Nánari upplýsingar veitir

Gustav Magnús Ásbjörnsson- gustav@land.is - 488 3000
Elín Fríða Sigurðardóttir- elinfrida@land.is - 488 3000


LAND Landverndarsvið
Gunnarsholti
851 Hella


Sækja um starf Til baka