Fjármálastjóri

Landgræðsla ríkisins er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum um varnir gegn landbroti nr. 91/2002. Stofnunin hefur höfuðstöðvar í Gunnarsholti en er auk þess með starfsstöðvar á Egilsstöðum, Húsavík, Sauðárkróki, Hvanneyri og í Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Umsjón með bókhaldi og fjármálum Landgræðslunnar og sjá um að rekstur stofnunarinnar verði innan ramma fjárlaga og fjárhagsáætlunar í samstarfi við yfirmann og aðra sviðsstjóra
- Vinna að fjárhagslegri greiningu á verkefnum Landgræðslunnar, hafa umsjón með verkbókhaldi og vinna að gerð fjárhagsáætlana.
- Vinna að gerð fjárlagatillagna Landgræðslunnar.
- Annast uppgjör, m.a. uppgjör virðisaukaskatts og árlegt lokauppgjör.
- Umsjón með útskrift og innheimtu reikninga svo og greiðslu reikninga.
- Stjórnun skrifstofu og mötuneytis
- Þátttaka í gerð stofnanasamninga
- Fagleg ráðgjöf til starfsmanna stofnunarinnar
- Þátttaka í stjórnun og stefnumótun Landgræðslunnar.
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur honum.

Hæfnikröfur

Viðskiptamenntun eða sambærileg menntun og mjög góð þekking á fjármálum, bókhaldi og áætlanagerð. Starfsreynsla á sviði fjármála, bókhalds, áætlanagerðar og stjórnunar. Góð kunnátta í notkun tölvu- og upplýsingatækni. Vandvirkni, skipulagshæfni, frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni. Góð kunnátta á bókhaldskerfi ríkisins Oracle.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Starfsstöðin er í höfuðstöðvum Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Starfið hentar bæði konum og körlum. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi ríkisins og þess stéttarfélags sem við á.

Umsókn skal fylla út og senda rafrænt á heimasíðu Landgræðslunnar, www.land.is. Ferilskrá og staðfesting á menntun skal fylgja.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.

Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 05.11.2018

Nánari upplýsingar veitir

Árni Bragason - arni.bragason@land.is - 488 3000
Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir - sigurbjorg@land.is - 488 3000


LAND Skrifstofa landgræðslustjóra
Gunnarsholti
851 Hella


Sækja um starf Til baka