Sérfræðingur / Landgræðsla ríkisins

Landgræðsla ríkisins óskar eftir að ráða starfsmann til að vinna að rannsóknum á votlendi, endurheimt votlendis, undirbúningi endurheimtar og öðrum rannsóknum sem tengjast endurheimt landgæða. Starfsmaðurinn þarf að vera sveigjanlegur og vera tilbúinn til að taka þátt í þróun starfsins og breytingum sem kunna að verða á starfinu.

Landgræðsla ríkisins er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum um varnir gegn landbroti nr. 91/2002. Stofnunin hefur höfuðstöðvar í Gunnarsholti en er auk þess með starfsstöðvar á Egilsstöðum, Húsavík, Sauðárkróki, Hvanneyri og í Reykjavík.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Vinna við rannsóknir á og vöktun verkefna við endurheimt votlendis
- Gagnaúrvinnsla og uppgjör vöktunar- og rannsóknaverkefna
- Þátttaka í verkefnum sem snúa að endurheimt vistkerfa, gróður- og jarðvegsvernd
- Vöktun á ástandi gróðurs og jarðvegs og fylgjast með að lögum um landgræðslu sé framfylgt
- Fræðsla og ráðgjöf til sveitarstjórna, landnotenda, skóla og almennings

Hæfnikröfur

- Krafist er a.m.k. MSc-prófs í náttúruvísindum, t.d. líffræði, vistfræði eða umhverfisfræðum.
- Skipulagshæfni, frumkvæði, sjálfstæði, sveigjanleiki og góð samstarfshæfni.
- Góð kunnátta í notkun tölvu og upplýsingatækni
- Góð kunnátta á gróðurgreiningu í íslenskum vistkerfum
- Góð kunnátta í gagnavinnslu og tölfræði
- Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri
- Þekking og reynsla af landgræðslustarfi er kostur
- Þekking og reynsla að vinna með votlendisvistkerfi er kostur
- Þekking og reynsla af vöktunar- eða rannsóknaverkefnum er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.
Starfsstöðin getur verið í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti eða á öðrum starfsstöðvum eftir nánara samkomulagi. Starfinu munu fylgja talsverð ferðalög um allt land. Starfið hentar bæði konum og körlum. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn skal fylla út og senda rafrænt á land.is. Ferilskrá og afrit af prófskírteini skal fylgja.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.


Starfshlutfall er 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 30.07.2018

Nánari upplýsingar veitir

Árni Bragason - arni.bragason@land.is - 488 3000
Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir - sigurbjorg@land.is - 488 3000


LAND Landverndarsvið
Gunnarsholti
851 Hella


Sækja um starf Til baka