Viltu vera á skrá með umsókn hjá Landgræðslu ríkisins

Hér má skrá almenna starfsumsókn vegna vinnu hjá Landgræðslu ríkisinns. Einungis er um að ræða skráningu ekki umsókn í ákveðið starf, bent er á eftirfarandi: "Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða". Sækja þarf um auglýst störf sérstaklega. Almennum starfsumsóknum/ skráningum er ekki svarað sérstaklega og eru þær virkar í 6 mánuði. Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn.

Helstu verkefni og ábyrgð

Landgræðsla ríkisins er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmið hennar eru verndun gróðurs og jarðvegs og bætt landgæði. Stofnunin starfar samkvæmt lögum um landgræðslu nr. 17/1965 og lögum um varnir gegn landbroti nr. 91/2002

Hæfnikröfur

Menntun og reynsla sem hæfir störfum hjá Landgræðslunni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starf

Starfshlutfall er 50 - 100 %
Umsóknarfrestur er til og með 20.09.2030

Nánari upplýsingar veitir

Elín Fríða Sigurðardóttir - elinfrida@land.is - 4883000


LAND Landgræðsla ríkisins (04311)
Gunnarsholti
851 Hella


Sækja um starf Til baka